Hugur og hendur

Hugur og hendur – hópþjálfun með fjölbreyttum æfingum fyrir fólk með parkinson og fræðslu um orkusparandi vinnuaðferðir. Lögð er áhersla á minnisþjálfun, hreyfingu, þrautir, handverk, slökun og hlátur til að auka vellíðan, líkamsstyrk og færni í höndum. 

Tímarnir fara fram hjá Takti á 3. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó, Suðurgötu 41 í Hafnarfirði.

Aðgangur er ókeypis fyrir félagsmenn í Parkinsonsamtökunum en nauðsynlegt er að skrá sig í hvern tíma til að tryggja sér sæti. Næsta tíma og skráningu má finna á viðburðadagatalinu en skráning fer líka fram í gegnum síma 552-4440.

Stuðningur þinn skiptir öllu máli

Gerast vildarvinur

Vildarvinir Parkinsonsamtakanna eru þeir sem sem kjósa að styrkja starfið með mánaðarlegu framlagi að eigin vali.

Stakur styrkur

Með stöku framlagi aðstoðar þú okkur við að veita margvíslega þjónustu eins og að efla fræðslu, forvarnir, ráðgjöf og stuðning.

Gerast félagi

Félagsaðild er opin öllum sem hafa áhuga á starfsemi Parkinsonsamtakanna. Með félagsaðild styður þú starfsemi Parkinsonsamtakanna.

FÁÐU RÁÐGJÖF HJÁ FAGFÓLKI

Ráðgjafar okkar veita fræðslu, ráðgjöf og stuðning við fólk með parkinson, parkinsonskylda sjúkdóma og aðstandendur þess.