Hugur og hendur
Hugur og hendur – hópþjálfun með fjölbreyttum æfingum fyrir fólk með parkinson og fræðslu um orkusparandi vinnuaðferðir. Lögð er áhersla á minnisþjálfun, hreyfingu, þrautir, handverk, slökun og hlátur til að auka vellíðan, líkamsstyrk og færni í höndum.
Tímarnir fara fram hjá Takti á 3. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó, Suðurgötu 41 í Hafnarfirði.
Aðgangur er ókeypis fyrir félagsmenn í Parkinsonsamtökunum en nauðsynlegt er að skrá sig í hvern tíma til að tryggja sér sæti. Næsta tíma og skráningu má finna á viðburðadagatalinu en skráning fer líka fram í gegnum síma 552-4440.