Hópþjálfun hjá Eflingu sjúkraþjálfun á Akureyri

Nýir hóptímar í Eflingu sjúkraþjálfun á Akureyri

Í síðustu viku hófust nýir hóptímar hjá Eflingu sjúkraþjálfun fyrir fólk með langvinna taugasjúkdóma. Markmið tímanna er að vinna með styrk, jafnvægi, samhæfingu, öndun og úthald til að bæta líkamlega heilsu og lífsgæði.

Tímarnir eru henta fólki með Parkinsonsjúkdóm sem hefur nógu gott jafnvægi og færni til að vera í hópþjálfun. Tímarnir fara fram á mánudögum og miðvikudögum kl. 12–13 í Eflingu, Hafnarstræti 97 á Akureyri.

Ef áhugi er fyrir hóptímum fyrir þá sem glíma við meiri jafnvægisskerðingu er möguleiki á að bæta við sérstökum hóptímum fyrir þá einstaklinga.

Þeir sem vilja taka þátt í hóptímum eru hvattir til að skrá sig með því að senda tölvupóst á reynir@eflingehf.is eða hafa samband við afgreiðslu Eflingar í síma 461-2223.

Við hvetjum félagsmenn sem telja sig geta notið góðs af þessum tímum til að nýta sér þetta frábæra úrræði!