Greining á þörfum fyrir máltæknilausnir

Tækninni fleygir fram með öllum þeim áskorunum sem fylgja því að tileinka sér nýjar aðferðir. Mikilvægt er að tæknin taki mið af fjölbreytileika samfélagsins og sé aðgengileg fötluðu fólki, hvort sem um er að ræða heyrnar- og/eða sjónskerðingu, gigt eða aðra hreyfihömlun, skyntruflanir, lestarörðugleika eða annað.  

Aðgengishópur ÖBÍ hefur lagt áherslu á að koma að Máltækniáætlun fyrir íslensku og nú hefur fengist fjármagn til að greina þarfir fatlaðs fólks svo það geti notað íslensku í samskiptum við tæki og í allri upplýsingavinnslu. Verkefni áætlunarinnar eru flokkuð í talgreiningu, talgervingu, vélþýðingar, málrýni og málföng.

Ráðgjafafyrirtækið Sjá ehf. hefur verið ráðið til að halda utan um greiningu á fjölbreyttum þörfum fatlaðs fólks og óskar eftir þátttakendur í fjölbreyttan samráðs- og notendahóp, sem við munum kalla saman í lok febrúarmánaðar.

Leitað er eftir fólki sem er duglegt að nýta sér tæknina og finna sínar leiðir og fólk sem á erfitt með það. Ungt fólk og eldra, af öllum kynjum og með margvíslegan bakgrunn.

Áhugasamir félagsmenn sem hafa áhuga á að vera þátttakendur eru beðnir um að hafa samband eigi síðar en 15. febrúar, á netfanginu parkinson@parkinson.is eða í síma 552-4440.

 

 

 

Frétt um undirritun samnings: https://www.obi.is/frettir-og-vidburdir/frett/samid-um-greiningu-a-thorfum-fatlads-folks-fyrir-maltaeknilausnir/