Glæsileg áheitasöfnun í Reykjavíkurmaraþoninu 2025

Reykjavíkurmaraþoninu 2025 söfnuðust heilar 6.245.818 kr. til styrktar Parkinsonsamtökunum!!

Við erum virkilega þakklát fyrir alla hlaupara sem tóku þátt í hlaupinu og kusu að safna áheitum fyrir samtökin. Þið sýnduð ótrúlegan dugnað, gleði og samstöðu. Jafnframt viljum við færa öllum þeim sem hétu á hlauparana okkar innilegar þakkir fyrir rausnarlegan stuðning.

Sérstakar þakkir fá félagsmenn og stuðningsaðilar sem komu við hvatningarstöðina okkar við Sundlaug Seltjarnarness og hvöttu hlauparana áfram með krafti og gleði.

Áheitasöfnunin er dýrmætur stuðningur við starfsemi Parkinsonsamtakanna. Með henni getum við haldið áfram að efla þjónustu, fræðslu og stuðning fyrir fólk með Parkinsonsveiki og aðstandendur þeirra.

Við sendum innilegt þakklæti til allra sem tóku þátt með einum eða öðrum hætti – takk fyrir frábæran dag og ómetanlegan stuðning! ❤️