Fræðsla fyrir uppkomin börn fimmtudaginn 10. apríl

WP Forsidumynd - 2560x650px-4

Fimmtudaginn 10. apríl kl. 16:00 verður fræðsla fyrir uppkomin börn fólks með Parkinson fundarsalnum Lunga á 2. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnarfirði.

Fræðslan er miðuð að uppkomnum börnum/tengdabörnum fólks með Parkinson þar sem farið er yfir helstu einkenni sjúkdómsins, framgang og algeng atriði sem aðstandendur standa frammi fyrir og veitt hagnýt ráð til að takast á við samtöl og aðstæður.

Gefið er rými fyrir spurningar úr sal.

Umsjón: Soffía Bæringsdóttir, fjölskyldufræðingur MA og Ágústa Kristín Andersen, hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður Takts endurhæfingar Parkinsonsamtakanna. 

Aðgangur er ókeypis fyrir félagsmenn en verðið er 5.000 kr. fyrir aðra. Greitt með posa á staðnum. Nauðsynlegt er að skrá sig á forminu hér fyrir neðan til að tryggja sér sæti.

SKRÁNING



Athugið!

Aðgangur er ókeypis fyrir félagsmenn en verð er 5.000 kr. fyrir aðra. Greitt með posa á staðnum.

Ath! hægt verður að skrá sig í samtökin á staðnum og fá ókeypis aðgang.

Vinsamlegast tilkynnið forföll á netfangið parkinson@parkinson.is.