Fræðsla fyrir ungt fólk með Parkinson

Fræðsla fyrir fólk 55 ára og yngra með Parkinson og aðstandendur
Miðvikudaginn 19. febrúar kl. 16.00 – 17.30
Lunga – salur á 2. hæð Lífsgæðaseturs St. Jó
 
Taktur og Parkinsonsamtökin bjóða félagsmönnum sínum fræðslu fyrir fólk 55 ára og yngra (eða þar um bil)  sem greinst hefur með Parkinson. Efni fræðslunnar eru helstu einkenni Parkinson, áhrif sjúkdómsins á líf og líðan, úrræði við Parkinson og bjargráð. Gefin er tími fyrir spurningar í lok fræðslunnar.
 
Elísabet Guðmundsdóttir félagsráðgjafi og Ágústa Kristín Andersen hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður Takts sjá um fræðsluna.
Aðstandendur eru velkomnir, vinsamlega skráið þátttöku hér:

Skráning



Athugið!

Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig til að tryggja sér sæti.

Vinsamlegast tilkynnið forföll á netfangið parkinson@parkinson.is.