Fjólublátt ljós við barinn – UngÖBÍ

image

 

Fjólublátt ljós við barinn, aðgengisviðurkenning UngÖBÍ, verður veitt í fyrsta skipti þriðjudaginn 27. ágúst kl. 17. Fjólubláa ljósið er veitt þeim sem hafa stuðlað að bættu aðgengi fatlaðs fólks að skemmtanalífi á Íslandi.

Að afhendingu lokinni verður gestum boðið í bíó á kvikmyndina Mamma Mia auk þess sem boðið verður upp á léttar veitingar, popp og kók.

Það væri frábært ef þið gætuð aðstoðað okkur við að auglýsa viðburðinn hjá ykkar félagsfólki annað hvort með því að deila Facebook viðburðinum á samfélagsmiðlum eða í fjöldapósti. Við hvetjum alla sem hafa hug á að mæta að melda sig á Facebook viðburðinum.

Viðburðurinn verður rit- og táknmálstúlkaður, en það væri frábært að einstaklingar sem þurfa að nýta sér túlkun sendi okkur póst á netfangið kjartan@obi.is.

Hér að neðan er hlekkur á viðburðinn og plaggat sem hægt er að deila áfram.

 

FJÓLUBLÁTT LJÓS VIÐ BARINN VEITT Í FYRSTA SINN // FRÍTT Í BÍÓ PARADÍS | Facebook