
Einar Örn Thorlacius er nú á ferð og hjólar um Austfirðina til styrktar Parkinsonsamtökunum. Hann valdi að styðja samtökin þar sem systir hans hefur verið greind með Parkinsonsjúkdóminn.
Ferðin er þegar hafin og hefur verið bæði krefjandi og ævintýraleg. Hægt er að fylgjast með henni á Facebook-síðunni hans Einars.
Við hvetjum alla til að fylgjast með ferðasögunni og heita á Einar – áheitasöfnunin fer fram á bankareikningi Parkinsonsamtakanna:
Kt. 461289-1779
Reikn. 111-26-25