Einar Örn Thorlacius lagði í ævintýri fyrir stuttu þar sem hann hjólaði um Austfirði og safnaði áheitum fyrir Parkinsonsamtökin en systir hans, Jóhanna Margrét, er greind með Parkinson.
Í gær komu þau systkin, Einar Örn og Jóhanna Margrét í heimsókn til Parkinsonsamtakanna til að slútta ferðinni með formlegum hætti. Í heildina söfnuðust 326.040 krónur sem renna óskiptar til starfsemi samtakanna!!
Við sendum Einari okkar bestu þakkir fyrir framtakið og hlýhuginn til samtakanna og jafnframt öllum þeim sem hétu á hann innilegar þakkir fyrir ómetanlegan stuðning ❤️
Fyrir utan fjáröflunina vakti ferð Einars einnig athygli í fjölmiðlum sem hjálpar mikið til við að kynna starfsemi Parkinsonsamtakanna. Í upphafi ferðarinnar birtist frétt á baksíðu Morgunblaðsins og á miðri leið skrifaði Austurfrétt ítarlega um ferðina:
Kolfallinn fyrir Austfjörðum eftir hjólreiðaþraut til styrktar Parkinsonsamtökunum
Þeir sem vilja kynna sér ferðasöguna betur geta lesið nánar og skoðað myndir á Facebook-síðu Einars:
facebook.com/tyrdill

Á myndinni eru Einar Örn með Gígju Margréti (sonardóttur Jóhönnu Margrétar), Jóhanna Margrét og Erna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Parkinsonsamtakanna