Ráðgjafaþjónusta næringarfræðings
Guðlaug Gísladóttir, næringarfræðingur
Fyrir hverja: Fólk með Parkinson og skylda sjúkdóma.
Guðlaug býður upp á næringarráðgjöf og ráðleggingar um mataræði samhliða Parkinsonlyfjum.
Viðtölin fara fram hjá ráðgjafaherbergi á 2. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnafirði eða í gegnum síma eða fjarfundarbúnað.
Þegar viðtal hefur verið bókað verður haft samband og fundinn hentugur tími.