Vorferð Parkinsonsamtakanna laugardaginn 13. maí

Vorferð Parkinsonsamtakanna verður laugardaginn 13. maí 2017. Lagt verður af stað frá Hátúni 10 kl. 10.00 um morguninn. Farið verður sem leið liggur til Akraness þar sem Akranesviti verður skoðaður og sungin nokkur lög því í vitanum er mjög góður hljómburður. Næst verður komið við á Byggðasafninu þar sem safnið verður skoðað og borðaður hádegisverður á veitingastaðnum. Þá verður lagt af stað heimleiðis og kannað hvort tími gefst til að keyra Hvalfjörðinn heim. Gert er ráð fyrir að koma aftur í Hátúni 10 milli kl. 16.00 og 16.30.

Hægt er að kaupa miða í vorferðina í netversluninni. Verð fyrir félagsmenn er 3.000 kr. en verð fyrir aðra er 5.000 kr. Það er ókeypis fyrir börn 0-5 ára en verðið er 2.500 kr. fyrir 6-12 ára börn. Allt innifalið í verðinu: rúta, heimsókn í vitann, miði á Byggðasafnið, hádegisverður og síðdegishressing.

Vinsamlegast látið vita ef tekin verður með göngugrind og/eða hjólastóll á skrifstofu samtakanna í s. 552-4440 eða með tölvupósti á parkinsonsamtokin@gmail.com þannig að gert sé ráð fyrir því í farangursgeymslu rútunnar.

Athugið að skráningu lýkur þriðjudaginn 9. maí.