Vorferð 5. maí – Dagskrá og skráning

Vorferð Parkinsonsamtakanna verður laugardaginn 5. maí.

Dagskrá:

10:30 – Lagt af stað frá bílastæðinu við Strætó-húsið í Mjóddinni (bílaplanið við Dominos).

Keyrt austur í Flóa og tekinn smá hringur með leiðsögn frá Aðalsteini Sveinssyni, bónda í Kolsholti og varaformanni Parkinsonsamtakanna.

12:00 – Hótel Vatnsholt. Kjötsúpa og brauð, kaffi og súkkulaði.

13:15 – Safnið Tré og list skoðað.

14:45 – Heimsókn til Aðalsteins og fjölskyldu í Kolsholti. Litið við í fjósinu og e.t.v. hægt að skoða nýfædd lömb. Léttar veitingar.

17:00 – Áætluð koma til Reykjavíkur.

Verð fyrir félagsmenn er aðeins 3.500 kr., verð fyrir aðra er 5.500 kr. og verð fyrir börn er 2.500 kr. Allt innifalið í verðinu, rúta, hádegisverður, aðgangur að safni og léttar veitingar í Kolsholti. Greitt er fyrir ferðina í rútunni, helst með korti en við verðum með posa.

Skráning fer fram á forminu hér fyrir neðan. Athugið að skráningu lýkur fimmtudaginn 3. maí.

Uppfært 4. maí: Skráningu er lokið.