fbpx
Parkinsonsamtökin

Viltu vinna landsliðstreyju frá EM2016?

Núna er í gangi lottóleikur á CharityShirts.is þar sem hægt er að vinna áritaðar landsliðstreyjur frá EM2016 og allur ágóði rennur beint til Parkinsonsamtakanna.

Miðinn kostar aðeins 1.000 kr. og það er til mikils að vinna, tvær áritaðar treyjur (hvítu) verða dregnar út mánudaginn 21. október kl. 19.

  • Nr. 23 – Ari Freyr Skúlason, EURO2016: Ísland-Portúgal
    Árituð af öllum leikmönnum.
  • Nr. 11 – Árituð af öllum leikmönnum.
    Hægt að vinna þessa treyju í leik á Facebook
  • Nr. 20 – Emil Hallfreðsson, EURO2016: Ísland-Frakkland
    Árituð af öllum leikmönnum.

Taktu þátt með því að kaupa lottómiða á CharityShirts.is og þú átt möguleika á að vinna – og styrkir Parkinsonsamtökin í leiðinni.

Einnig er leikur í gangi á Facebook-síðu CharityShirts þar sem hægt er að vinna bláu treyjuna.