RADDÞJÁLFUNARNÁMSKEIÐ

5.000 kr.

Ekki til á lager

Flokkur:

Lýsing

Námskeið í raddþjálfun hefst mánudaginn 16. maí í Takti miðstöð Parkinsonsamtakanna á 3. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó. Námskeiðið verður einu sinni í viku á mánudögum kl. 13-14, frá 16. maí til. 20. júní í 5 skipti alls. Ath! ekki verður kennt 6. júní sem er annar í hvítasunnu.

Þörf fyrir raddstyrkingu er mikil í Parkinson og munum við því bjóða upp á  upp á þetta námskeið reglulega þar sem fjöldi þátttakenda í hvert sinn er takmarkaður.
Það er hún Valdís Arnardóttir hjúkrunarfræðingur og raddþjálfi sem leiðir námskeiðið, en hún hefur áralanga reynslu í raddþjálfun einstaklinga og hópa auk þess sem hún starfar á Landspítalanum sem hjúkrunarfræðingur. Hún hlakkar mikið til að fá að miðla sinni þekkingu og kenna góðar aðferðir til að styrkja röddina.
Námskeiðið er niðurgreitt af Parkinsonsamtökunum er því aðeins í boði fyrir félagsfólk í samtökunum. Hægt er að skrá sig í Parkinsonsamtökin hér.
Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður en námskeiðið verður endurtekið síðar.