Útvarpsþáttur á Radioparkies, fimmtudaginn 11. janúar

DJ Vilborg og DJ Jói verða með útvarpsþátt á www.radioparkies.com fimmtudaginn 11. janúar kl. 21.00. Í þættinum ætlar Jói að segja sína parkinsonsögu en samhliða því verður spiluð góð tónlist. Hægt er að hlusta á þáttinn í beinni útsendingu hér en það er spiluð tónlist á stöðinni allan sólarhringinn á milli útvarpsþátta frá öllum heimshornum, upptökur af eldri þáttum Vilborgar og Jóa má finna hér.