Út að ganga

Eftir spjall við Sigga sjúkraþjálfara í Parkinson – Netspjallinu var ákveðið að fara af stað með verkefnið Út að ganga.

Við ætlum að fara út að ganga (eða hjóla/hlaupa) á fimmtudögum kl. 10. Þar sem það er erfitt að halda góðri fjarlægð í gönguhóp þá ætlum við ekki að hittast en hvetjum alla til að vera með og fara út að ganga á fimmtudögum kl. 10. Þátttakendur velja sjálfir hvar þeir ganga, í nágrenni við heimilið eða fara einhvern skemmtilegan hring í fallegu umhverfi, það geta allir verið með.

Til þess að halda uppi góðri stemmingu þá viljum við biðja þátttakendur um að taka eina mynd í hvert skipti og pósta inn á Facebook síðu viðburðarins. Það má taka selfie, taka mynd af gönguskónum eða útsýninu, bara hverju sem er á meðan göngunni stendur. Myndir eru líka hvetjandi fyrir aðra til að taka þátt í þessu með okkur.

Út að ganga verður vikulega á fimmtudögum kl. 10.

Þakkir til Sigga sjúkraþjálfara sem kom með þessa skemmtilegu hugmynd. Hóptímarnir hjá honum komast líklega ekki almennilega í gang fyrr en í haust og því mikilvægt að finna aðrar leiðir til að hreyfa sig.