Þjálfun og æfingar

Fjarþjálfun

Sigurður Sölvi sjúkraþjálfari hjá Styrk er með hópþjálfun fyrir fólk með parkinson. Vegna COVID-19 hefur hann þurft að fækka í hópunum og hann hefur ekki getað tekið á móti nýju fólki í þjálfunina. Til að bregðast við mikilli eftirspurn eftir þjálfun ætlar hann að bjóða upp á fjarþjálfun með sérsniðinni æfingaáætlun og markmiðasetninu.

Innifalið:

  • Símtal við Sigga sjúkraþjálfara þar sem farið er yfir stöðuna
  • Þið setjið upp plan og persónuleg markmið
  • Þú færð æfingaáætlun út frá markmiðum og því sem þarf að vinna með.
  • Viðtal og 4 vikna áætlun í þjálfun: 9.900 kr.

Nánari upplýsingar og skráning á netfanginu: sigurdur@styrkurehf.is

Æfingaáætlanir - Mín markmið

Sigurður Sölvi sjúkraþjálfari hjá Styrk sjúkraþjálfun hefur sett saman æfingaáætlanir með æfingum til að gera heima í hverjum degi.

Hér fyrir neðan er hægt að sækja prentvænar útgáfur fyrir hvern mánuð en við mælum við því að fólk prenti skjölin út þannig að hægt sé að merkja við. Í hverju skjali eru æfingar fyrir hvern dag mánaðarins en einnig er autt skjal þar sem hægt að bæta við sínum eigin markmiðum.

Smelltu á hnappinn til að sækja prentvæna útgáfu:

Sigurður Sölvi er með sérhæfða hópþjálfun fyrir fólk með parkinson hjá Styrk sjúkraþjálfun. Hægt er að sjá á hvaða tímum parkisonhóparnir æfa í stundaskránni hjá Styrk. Til þess að taka þátt í hópþjálfuninni þarf að fá beiðni frá lækni og hafa samband við Styrk í s. 587-7750 og skrá sig í hópþjálfunina.

Nánari upplýsingar um sjúkraþjálfun.

Guðrún Jóhanna iðjuþjálfi hefur búið til skjöl með æfingum og upplýsingum um helstu stuðningstæki. Smelltu á myndirnar til að sækja skjölin.

Ráðgjöf varðandi hjálpartæki

Þeir sem vilja persónulega ráðgjöf frá Guðrúnu Jóhönnu varðandi stuðningstæki geta óskað eftir viðtali með því að fylla út formið hér fyrir neðan. Guðrún mun þá hafa samband og gefa tíma í ráðgjöf.

Þjónustan er félagsmönnum að kostnaðarlausu.

Heimaþjónusta iðjuþjálfa

Fyrir þá sem vilja og þurfa er í boði að fá heimilisathugun, einstaklingsmiðuð þjálfun í heimahúsum í gegnum fjarþjálfun sem og aðstoð við val og umsóknir á hjálpartækjum þar sem verðinu er stillt í hóf. Hafið samband við Guðrúnu iðjuþjálfa hjá HeimaStyrk til að fá nánari upplýsingar.

Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir, iðjuþjálfi
Netfang: gudrun@heimastyrkur.is
Sími: 848-6509
Heimasíða: www.heimastyrkur.is
Facebook: https://www.facebook.com/idjuthjalfi

Halla Marinósdóttir talmeinafræðingur hefur útbúið skjöl með góðum raddæfingum. Smelltu á myndirnar til að sækja skjölin.

Hægt er að panta einstaklingstíma hjá Höllu talmeinafræðingi en hún hefur sérhæft sig í þjálfun fólks með parkinson. Hún vinnur hjá Talþjálfun Suðurlands á Selfossi.

Halla Marinósdóttir talmeinafræðingur
Heimasíða: www.talsud.is
Facebook: https://www.facebook.com/talsund