Þjálfun og æfingar

Æfingaáætlanir - Mín markmið

Sigurður Sölvi sjúkraþjálfari hjá Styrk sjúkraþjálfun hefur sett saman æfingaáætlanir með æfingum til að gera heima í hverjum degi.

Hér fyrir neðan er hægt að sækja prentvænar útgáfur fyrir hvern mánuð en við mælum við því að fólk prenti skjölin út þannig að hægt sé að merkja við. Í hverju skjali eru æfingar fyrir hvern dag mánaðarins en einnig er autt skjal þar sem hægt að bæta við sínum eigin markmiðum.

Smelltu á hnappinn til að sækja prentvæna útgáfu:

Sigurður Sölvi er með sérhæfða hópþjálfun fyrir fólk með parkinson hjá Styrk sjúkraþjálfun. Hægt er að sjá á hvaða tímum parkisonhóparnir æfa í stundaskránni hjá Styrk. Til þess að taka þátt í hópþjálfuninni þarf að fá beiðni frá lækni og hafa samband við Styrk í s. 587-7750 og skrá sig í hópþjálfunina.

Nánari upplýsingar um sjúkraþjálfun.

Guðrún Jóhanna iðjuþjálfi hefur búið til skjöl með æfingum og upplýsingum um helstu stuðningstæki. Smelltu á myndirnar til að sækja skjölin.

Guðrún Jóhanna býður upp á ráðgjöf varðandi stuðningstæki og aðstoð við umsóknir til SÍ, ásamt ráðleggingum varðandi iðju og athafnir dagslegs lífs og félagslega þátttöku. Félagsmenn í Parkinsonsamtökunum geta pantað tíma hjá henni hér.

Stuðningur þinn skiptir öllu máli

Gerast vildarvinur

Vildarvinir Parkinsonsamtakanna eru þeir sem sem kjósa að styrkja starfið með mánaðarlegu framlagi að eigin vali.

Stakur styrkur

Með stöku framlagi aðstoðar þú okkur við að veita margvíslega þjónustu eins og að efla fræðslu, forvarnir, ráðgjöf og stuðning.

Gerast félagi

Félagsaðild er opin öllum sem hafa áhuga á starfsemi Parkinsonsamtakanna. Með félagsaðild styður þú starfsemi Parkinsonsamtakanna.

FÁÐU RÁÐGJÖF HJÁ FAGFÓLKI

Ráðgjafar okkar veita fræðslu, ráðgjöf og stuðning við fólk með parkinson, parkinsonskylda sjúkdóma og aðstandendur þess.