fbpx

Takk fyrir frábæran hlaupadag

Ljósmynd: rmi.is

Við þökkum öllum sem aðstoðuðu okkur við undirbúning og þátttöku í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn. Allir þeir sem voru með okkur á skráningarhátíðinni, á hvatningarstöðinni, hlaupararnir sjálfir og allir sem lögðu fram styrki í áheitasöfnuninni.
Söfnunin hefur slegið öll met, 85 hlauparar hafa safnað rúmum 2 milljónum sem er langstærsta söfnunin okkar til þessa. Við erum virkilega þakklát fyrir að eiga svona góða að.

Á Instagram síðu Parkinsonsamtakanna má sjá myndir og myndbönd frá hvatningarstöðinni okkar þar sem var mikið stuð.

Takk fyrir stuðninginn!