fbpx

Styrkur frá heilbrigðisráðuneytinu

Ágústa Kristín Andersen, varaformaður Parkinsonsamtakanna, tók á móti styrknum frá Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra úthlutaði í vikunni styrkjum af safnliðum fjárlaga til félagasamtaka sem starfa að heilbrigðismálum. Parkinsonsamtökin fengu styrk sem verður m.a. nýttur til að uppfæra fræðsluefni um parkinsonsjúkdóminn. Nánari umfjöllun má finna á vef stjórnarráðsins.