fbpx

Styrktartónleikar Parkinsonsamtakanna

Styrktartónleikar Parkinsonsamtakanna verða laugardaginn 13. október kl. 17 í Guðríðarkirkju í Grafarholti.

Fram koma:
Árný Árnadóttir
Bjartmar Guðlaugsson
Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson
Parkrímur
Svavar Knútur
Teitur Magnússon
Tilbury
Valdimar og Örn Eldjárn

Kynnir: Einar Bárðarson

Miðaverð 4.900 kr.
Miðasala við innganginn og í vefverslun.

Allur ágóði af tónleikunum rennur óskiptur til Parkinsonsamtakanna.

Tónleikarnir eru lokahóf fyrir Sigrum parkinson, samstarfsverkefnis Parkinsonsamtakanna og KSÍ. Sigrum Parkinson er vitundarvakning um parkinsonsjúkdóminn og fjáröflun fyrir Parkinsonsetur sem hefur staðið frá því í byrjun sumars. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á www.sigrumparkinson.is.

Styrktartónleikar Parkinsonsamtakanna eru nú haldnir fjórða árið í röð. Tónleikarnir eru frábær fjölskyldustund og því tilvalið fyrir vini og fjölskyldu að fara saman.