fbpx

Stuðningshópur fyrir aðstandendur og raddþjálfun miðvikudaginn 20. mars

Í Setrinu, miðvikudaginn 20. mars verður stuðningshópur fyrir aðstandendur kl. 17-18. Að vera maki eða aðstandandi ástvinar í langvarandi veikindum getur verið flókin staða. Á fundinum er tekist á við allar þær áleitnu spurningar sem upp koma og fundin leið til að vera styðjandi. Gunnhildur Heiða, fjölskylduráðgjafi, mun fara yfir hvernig er hægt að hlúa að sjálfum sér á uppbyggilegan hátt og þeim hlutverkum sem gera okkur að manneskjum.

Á sama tíma verður samsöngur/raddþjálfun fyrir fólk með parkinson. Markmiðið er fyrst og fremst að styrkja röddina. Hér syngjum við hátt en ekkert endilega vel.

Verið velkomin.