fbpx

Stjórn Parkinsonsamtakanna 2015-2016

Aðalfundur Parkinsonsamtakanna var haldinn síðastliðinn laugardag í Hátúni 10.

Alda Sveinsdóttir, Guðjón Jónsson, Jón Þórir Leifsson, Snorri Már Snorrason og Svanhildur Ósk Garðarsdóttir gáfu öll kost á sér áfram í aðalstjórn Parkinsonsamtakanna og ekki kom neitt mótframboð. Jón Ingi Ragnarsson heldur áfram í varastjórn en Kristrún H. Björnsdóttir var kosin ný inn í varastjórnina í stað Helgu Hróbjartsdóttur sem lét af störfum í stjórninni og er henni þakkað kærlega fyrir samstarfið á liðnu ári.

Ólína Sveinsdóttir og Hjörleifur Ólafsson halda áfram sem skoðunarmenn reikninga.

Guðrún Jónsdóttir og Ólína Sveinsdóttir halda áfram í laganefnd en Snorri Már Snorrason var kosinn nýr inn í laganefndina í stað Jóns Jóhannssonar.