Skjálftinn í Skólagerði miðvikudaginn 21. júní

Skjálftinn 2017 verður haldinn miðvikudaginn 21. júní kl. 17.00 á pallinum hjá hjónunum Önnu Rósu Bjarnadóttur og Kristni Héðinssyni. Þau búa í Skólagerði 13 í Kópavogi (sjá kort). Það er árlegur viðburður að félagar úr Parkinsonsamtökunum hittist á pallinum og njóti góðs veðurs og góðra veitinga. Allir taka með sér eitthvað smávegis á veisluborðið en boðið verður upp á drykki.