fbpx

Skemmtilegir hlutir til að gera í samkomubanninu

Hér eru nokkrar hugmyndir um hvað er hægt að gera í samkomubanninu:

Horfa á fyrirlestra á TED en hér að finna fyrirlestra um allt milli himins og jarðar t.d. parkinson.

Læra nýtt tungumál á Duolingo.

Horfa á fyrirlestur Eddu Björgvinsdóttur: Húmor er dauðans alvara.

Finna námskeið á Udemy en hér eru allskonar námskeið eins og til dæmis raddþjálfun.

Spila borðspil á Board Game Arena eða Tabletopia.

Púsla á Jigsaw Planet en það er hægt að velja mynd og svo fjölda púsla.

Prenta út Sudoku og/eða völundarhús á Krazydad, öll erfiðleikastig í boði.

Finna spil, kapla, þrautir á leikjasíðunni Snilld.is. Ath. það þarf kannski að leyfa Flash svo að síðan virki. 

Á heimasíðu Ljósleiðarans má finna fleiri góðar hugmyndir.

Það er líka hægt að spila við vini og vandamenn í gegnum Skype eða FaceTime. Til dæmis er hægt að spila mörg borðspil við barnabönin, eina sem þú þarft að hafa er teningur og krakkarnir færa þinn leikmann á spilinu. Mjög góð leið til að verja tíma með barnabörnunum í samkomubanninu.

Iðjuþjálfun á netinu mánudaginn 25. maí

Mánudaginn 25. maí kl. 16:30 verður iðjuþjálfun á netinu. Guðrún Jóhanna iðjuþjálfi verður með góðar æfingar og ráðleggingar. Athugið að þetta er síðasti tíminn fyrir sumarfrí. Iðjuþjálfun á netinu fer fram á ZOOM: https://zoom.us/j/107141114Meeting ID: 107 141 114 Þeir sem vilja

Lesa meira »

Út að ganga fimmtudaginn 21 maí

Fimmtudaginn 21. maí kl. 10 ætlum við að fara út að ganga eða hjóla. Við ætlum ekki að hittast heldur ganga eða hjóla hvert á sínum stað. Verkefnið er hvatning til útveru og hreyfingar og það er gaman þegar þátttakendur

Lesa meira »

Iðjuþjálfun á netinu mánudaginn 18. maí

Mánudaginn 18. maí verður iðjuþjálfun á netinu kl. 16:30. Guðrún Jóhanna iðjuþjálfi er með sérhæfðar æfingar fyrir fólk með parkinson ásamt góðum ráðleggingum. Iðjuþjálfun á netinu fer fram á ZOOM: https://zoom.us/j/107141114Meeting ID: 107 141 114 Þeir sem vilja persónulega ráðgjöf frá

Lesa meira »