Sigrum Parkinson

Ísland hefur besta liðsanda í heimi og síðan á EM2016 höfum við spilað okkur inn í hjörtu fótboltaaðdáenda um allan heim. Með stuðningi þjóðarinnar komumst við á HM í fyrsta sinn.

Því miður erum við í ofarlega á öðru sviði. Ísland er í 2. sæti yfir hæstu dánartíðni vegna parkinsonsjúkdóms í heiminum. Sjálfti, vöðvastífleiki og hægar hreyfingar eru einkenni sem flestir þekkja. En það sem fáir vita er að parkinson er ekki öldrunarsjúkdómur – fólk greinist með parkinson á öllum aldri. Nú er tækifæri til að vekja athygli á sjúkdómnum. Enn er ekki til lækning við parkinsonsjúkdómnum en það er mikilvægt að við sýnum samstöðu og gerum allt sem hægt er til að styðja við þá sem berjast við sjúkdóminn.

Með hjálp íslenska landsliðsins tókum við fyrsta skrefið og með samstilltu átaki ætlum við að vekja athygli á parkinsonsjúkdómnum. Parkinsonsamtökin og KSÍ nota íslensku nafnahefðina og strákarnir okkar sýna verkefninu stuðning með því að breyta nöfnunum sínum úr Gunnarsson, Sigurðsson, Bjarnason o.s.frv. í Parkinson.

Kynningar- og fjáröflunarátakið Sigrum Parkinson hefst fimmtudaginn 7. júní þegar íslenska landsliðið mætir Gana á Laugardalsvelli. Fjáröflunin er fyrir sérstakt Parkinsonsetur þar sem áætlað er að bjóða upp á fræðslu, stuðning, þjálfun og dagvist með sérhæfðri endurhæfingu.

Taktu þátt í söfnuninni og hringdu í:

907-1501  fyrir  1.000 kr.
907-1503  fyrir  3.000 kr.
907-1505  fyrir  5.000 kr.
907-1510  fyrir 10.000 kr.