Félagsstarf

Félagsstarf Parkinsonsamtakanna byggist upp á fræðslufundum, samsöng, námskeiðsum og öðrum viðburðum sem fara eftir áhuga félagsmanna hverju sinni.

Yfir vetrartímann samsöngur alla miðvikudaga kl. 17.00-18.00 í húsnæði Parkinsonsamtakanna í Setrinu, Hátúni 10. Samsöngurinn er fyrst og fremst hugsaður sem regluleg raddþjálfun sem er nauðsynleg til að viðhalda eða til að ná upp góðum raddstyrk. Söngurinn er öllum opinn og ókeypis og engin krafa um reynslu eða kunnáttu í söng.

Á hverjum fimmtudagskvöldi eru DJ Vilborg og DJ Jói með þátt á netútvarpsstöðinni Radio Parkies en það er eina útvarpsstöðin í heiminum sem stjórnað af fólki með parkinson. Vilborg og Jói eru með ýmislegt að dagskrá í þáttunum, þau segja fréttir af Parkinsonsamtökunum og spila góða tónlist og taka stundum viðtöl. Hægt er að senda Vilborgu tölvupóst til að biðja um óskalög eða senda kveðjur eða til að láta hana vita af áhugaverðu efni til að segja frá í þættinum. Netfangið hjá Vilborgu er vilborg61@gmail.com.
Þátturinn hefst kl. 21.00 yfir vetrartímann en kl. 20.00 á sumrin. Hér er hægt að hlusta á beina útsendingu en hægt er að hlusta á upptökur af eldri þáttum með því að smella hér.

Allir viðburðir hjá samtökunum eru auglýstir í viðburðardagatali Parkinsonsamtakanna.

Parkinsonsamtökin bjóða upp á jafningjastuðning í gegnum Stuðningsnetið þar sem er boðið upp á jafningjastuðning fyrir fólk sem glímir við sjúkdóma og aðstandendur þeirra. Smelltu hér til að óska eftir stuðningi.