fbpx

Samsöngur miðvikudaginn 24. október

Alltaf á miðvikudögum er boðið upp á samsöng hjá Parkinsonsamtökunum í Setrinu, Hátúni 10 kl. 17-18. Sönghópurinn var stofnaður með það að markmiðið að syngja hátt en ekki vel! Markmiðið er sem sagt fyrst og fremst að þjálfa röddina þar sem langflestir parkinsonsjúklingar finna fyrir einkennum á rödd og tali. Í stað þess að vera eingöngu með raddæfingar þá notum við sönginn til að styrkja röddina og auka raddsviðið og eigum saman skemmtilega og góða samverustund.

Á æfingunni 24. október verður farið vel í lag Jóns Múla, Án þín-með þér. Árangursríkar og skemmtilegar öndunar- og raddæfingar í bland.

Æfingarnar eru ókeypis og tilvalið að taka maka, vini eða vandamenn með á æfingarnar og hafa gaman saman. Hlökkum til að sjá ykkur.