fbpx

Samsöngur á miðvikudögum í vetur

Parkinsonsamtökin ætla að bjóða upp samsöng í vetur, á miðvikudögum kl. 17-18 í Setrinu, Hátúni 10. Þórunn Sigurðardóttir, tónlistarkennari, mun stjórna söng, öndunaræfingum og raddþjálfun í bland. Parkinsonsjúkdómurinn hefur oft áhrif á rödd og tal og söngurinn er fyrst og fremst hugsaður sem raddþjálfun og góð skemmtun. Samsöngurinn er ókeypis og öllum opin. Allir félagsmenn, fjölskyldur og vinir eru velkomnir í samsönginn.

Athugið! Síðasti samsöngurinn fyrir jól er 28. nóvember en hefst svo aftur á nýju ári miðvikudaginn 9. janúar.