Parkinsonsamtökin x Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka
laugardaginn 23. ágúst 2025

Skráning í Reykjavíkurmaraþonið er hafin! Við hvetjum alla sem ætla að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu með því að hlaupa, ganga eða skokka að skrá sig á Hlaupastyrk og safna áheitum til styrktar starfsemi samtakanna. Félagsmenn, aðstandendur og velunnarar mega endilega hvetja sína nánustu til að hlaupa fyrir Parkinsonsamtökin – hvort sem það er í skemmtiskokki, 10 km, hálfu eða heilu maraþoni. Skráning í hlaupið er inn á www.rmi.is.

Skref sem skipta máli – Áheitasöfnun
Reykjavíkurmaraþonið hefur á undanförnum árum orðið sífellt mikilvægari þáttur í fjáröflun Parkinsonsamtakanna. Fjöldi einstaklinga hafa hlaupið fyrir málefnið og tekið þátt í áheitasöfnun sem hefur gert samtökunum kleift að efla þjónustu sína og veita mikilvægan stuðning, ráðgjöf og fræðslu fyrir fólk með Parkinson og aðstandendur þeirra.

Áheitasöfnunin er hafin á hlaupastyrkur.is og auðvelt að smella áheitum á hlauparana sem ætla að láta hvert skref skipta máli í að efla þjónustu Parkinsonsamtakanna. Athugið að Parkinsonsamtökin eru á Almannaheillaskrá hjá Skattinum og til að fá skattaafslátt af styrknum er nauðsynlegt að skrá kennitölu greiðanda eftir að greiðsla hefur farið fram. 

Móttaka fyrir hlaupara í St. Jó – fim. 21 ágúst
Fimmtudaginn 21. ágúst kl. 16:00 verður móttaka fyrir hlaupara hjá Parkinsonsamtökunum í Lífsgæðasetri St. Jó þar sem við afhendum bol og glaðning þeim sem hlaupa fyrir samtökin. Hlauparar ásamt öllum félagsmönnum og stuðningsaðilum eru hjartanlega velkomnir!

Hvatningarstöð á hlaupadaginn – lau. 23. ágúst
Á sjálfan hlaupadaginn, laugardaginn 23. ágúst, verðum við með hvatningarstöð við Sundlaug Seltjarnarness. Við hvetjum félagsmenn, aðstandendur og vini samtakanna til að fjölmenna og hvetja okkar hlaupara áfram með stuðningi, stemmningu og góðri tónlist! Nánari upplýsingar um tímasetningar koma þegar nær dregur.