Raddþjálfunarnámskeið hefst 16. maí

Námskeið í raddþjálfun hefst mánudaginn 16. maí í Takti miðstöð Parkinsonsamtakanna á 3. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó.  Námskeiðið verður einu sinni í viku á mánudögum kl. 13-14, frá 16. maí til 20. júní í 5 skipti alls. Ath! ekki verður kennt 6. júní sem er annar í hvítasunnu.
 
Það er hún Valdís Arnardóttir hjúkrunarfræðingur og raddþjálfi sem leiðir námskeiðið, en hún hefur áralanga reynslu í raddþjálfun einstaklinga og hópa auk þess sem hún starfar á Landspítalanum sem hjúkrunarfræðingur. Hún hlakkar mikið til að fá að miðla sinni þekkingu og kenna góðar aðferðir til að styrkja röddina.
 
Námskeiðið er ætlað fólki með parkinson sem vill styrkja röddina og læra aðferðir til að viðhalda góðum raddstyrk.
 
Ath. að fjöldi þátttakenda er takmarkaður en námskeiðið verður endurtekið síðar.
 
Námskeiðið hefst 16. maí kl. 13-14
Námskeiðsstaður: Taktur í Lífsgæðasetri St. Jó, 3. hæð
Verð: 5.000 kr.
Skráning á: https://parkinson.is/vara/raddthjalfunarnamskeid/ eða í síma 552-4440.