Parkinsonkaffi þri. 28. september

Parkinsonkaffi verður þriðjudaginn 28. september kl. 14:00-15:00 hjá Parkinsonsamtökunum í Lífsgæðasetri St. Jó sem er gamla St. Jósefsspítala, Suðurgötu 41 í Hafnarfirði (sjá kort). Framan við húsið eru bílastæði en vegna framkvæmda við aðalinngang þá er gengið inn í húsið baka til sem snýr að Hringbraut. Það eru líka bílastæði Hringbrautarmegin og innkeyrslan er á gatnamótunum Hringbrautar og Jófríðarstaðarvegar, við strætóstoppustöðuna.

Í Parkinsonkaffinu er engin formleg dagskrá en gott tækifæri til að koma inn í nýtt húsnæði Parkinsonsamtakanna, hitta starfsfólkið og kynnast félagsmönnum.

Heitt á könnunni og öll hjartanlega velkomin!

Viðburðir framundan

22sep

Borðtennis

11:00 - 12:00
Íþróttahúsið Strandgötu
25sep

Konuhópur

13:00 - 14:00
Lífsgæðasetur St. Jó
No event found!
TAKTUR SJÚKRAÞJÁLFUN - BIÐLISTI
FUGLAR HUGANS Í SÝNDARVERULEIKA