Parkinsonkaffi og kóræfing miðvikudaginn 19. október

Miðvikudaginn 19. október verður Parkinsonkaffi kl. 17.00 í Hátúni 10. Þá mun Sigurður Sölvi, sjúkraþjálfari, koma og kynna námskeið fyrir fólk með Parkinson. Á námskeiðinu er farið yfir helstu stoðkerfisvandamál sem geta komið upp hjá einstaklingum með Parkinson og æfingar þar sem unnið er með hreyfingar og eigin líkamsþyngd til að vinna bug á þeim.

Eftir Parkinsonkaffið og kynninguna hjá Sigurði Sölva verður kóræfing hjá Parkinsonkórnum en hún hefst á sama stað kl. 17.30.

Allir Parkinsongreindir og aðstandendur velkomnir!