fbpx

Parkinsongreining

Það getur verið erfitt að greina parkinsonsjúkdóminn þar sem það eru ekki til nein einföld próf sem gefa skýr svör. Einkennin geta verið breytileg milli einstaklinga og fjöldi annarra sjúkdóma hafa svipuð einkenni sem getur haft áhrif á greiningarferlið.

Ef þig grunar að þú eða einhver sem þú þekkir sé með parkinsonsjúkdóminn er mikilvægt að leita til heimilislæknis eða taugasérfræðings sem fyrst. Stundum er hægt að staðfesta greiningu fljótt en það getur tekið marga mánuði eða jafnvel ár.

Möguleg parkinsongreining getur verið staðfest þegar aðrir sjúkdómar með svipuð einkenni hafa verið útilokaðir eða ef einstaklingur bregst jákvætt við lyfjagjöf við parkinsonsveiki.

Meðferð getur ekki hafist fyrr en eftir greiningu svo það er mikilvægt að leita til læknis um leið og parkinsoneinkenni gera vart við sig.

 

 

Heimilidir: EPDA