PAN: Fræðslufundur á Akureyri, 7. nóvember

Fræðslufundur á vegum Parkinsonfélags Akureyrar og nágrennis PAN verður í kjallarasal Glerárkirkju laugardaginn 7. nóvember 2015 og hefst kl.17.00. Meredith Cricco, lyf- og öldrunarlæknir, heldur fyrirlestur og fræðsluerindi sem ber heitið Forvarnir á efri árum fyrir Parkinsonsjúklinga og fleiri.
Parkinsonsjúklingar, aðstandendur og áhugafólk um þetta málefni er velkomið á fundinn. Aðgangur er ókeypis.

PAN jólagleði
Félagar í PAN eru minntir á að taka frá sunnudaginn 29.nóvember en þá verður jólagleði PAN haldin með prompi og prakt og verður nánar auglýst þegar nær dregur.