fbpx

Öryggiskort og lyfjakort

Parkinsonsamtökin sendu nýlega félagsmönnum sínum greiðsluseðla fyrir félagsgjöldum ársins ásamt öryggiskortum á íslensku og ensku og lyfjakortum. Við hvetjum alla parkinsonsjúklinga til að hafa kortin alltaf á sér en þau geta komið í góðar þarfir t.d. á ferðalögum og á sjúkrahúsum eða heilbrigðisstofnunum. Á lyfjakortinu er hægt að skrá inn lyfin og á hvaða tímum þau eru tekin. Lyfjakortið getur verið mjög gagnlegt ef eitthvað kemur upp á, eins og til dæmis slys eða veikindi en þá geta aðstandendur eða heilbrigðisstarfsfólk strax fengið þessar upplýsingar í hendurnar. Gott er að merkja lyfjakortið með dagsetningu og henda lyfjakortum sem eru ekki í gildi. Ef breyting verður á lyfjagjöf er hægt að prenta út nýtt kort hér. Hægt er að panta öryggiskortin í vefversluninni.