fbpx

Opið hús á Akureyri 11. apríl 2018

Í tilefni af alþjóðlega parkinsondeginum, miðvikudaginn 11. apríl, verður Parkinsonfélag Akureyrar og nágrennis með opið hús kl. 17:00 í salnum í Undirhlíð 3 (þar sem aðalfundurinn var haldinn).
Sigríður Stefánsdóttir verður með fræðslu um ferðalög þegar parkinson er með í för,  Kiddi Gunn. mætir með hljómborðið og við syngjum, spjöllum og eigum saman huggulega stund.
Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti.