fbpx

Mín markmið – dagatal með fjölbreyttum æfingum

Sigurður Sölvi, sjúkraþjálfari, hefur sett upp dagatal með markmiðum fyrir hreyfingu. Á dagatalinu eru fjölbreyttar æfingar fyrir hvern dag vikunnar. Mælt er með því að prenta skjalið út og merkja við þegar hverri æfingu er lokið. Á hvíta reitinn er svo hægt að skrifa sín persónulegu markmið. Hér er hægt að hlaða niður skjalinu og prenta út.