fbpx

Mín markmið – æfingar í febrúar

Flestir sem setja sér markmið um áramótin eru búnir að gleyma þeim áður en janúar endar!

Málið er að setja sér ekki bara árleg markmið heldur mánaðarleg, vikuleg, langtíma og skammtíma til þess að ná árangri.

Fyrir febrúar gef ég dæmi um öðruvísi markmið sem hægt er að setja sér.

Eitt stórt markmið:
• 1.000 endurtekningar af styrktaræfingum með eigin líkamsþyngd.

Leið að því með því að setja niður 4 æfingar og skipta þeim niður í þessar 1.000 endurtekningar:
• 400 hnébeygjur
• 100 armbeygjur
• 300 framstig
• 200 y-lyftur

Ég mæli áfram með MUNUM dagbókinni fyrir þá sem vilja skipuleggja sig vel í hverri viku.

Æfingarnar eru í prentvænni útgáfu í hlekknum hér fyrir neðan:

Kveðja, Sigurður Sölvi sjúkraþjálfari.
Ef þið hafið einhverjar óskir eða fyrirspurnir sendið þær þá á: sigurdur@styrkurehf.is