fbpx

Lögbundinn réttur parkinsonsjúklinga brotinn

Parkinsonsamtökin harma ákvörðun velferðarráðuneytisins sem hafnar þátttöku ríkisins í lækniskostnaði parkinsonsjúklinga. Þessi ákvörðun er látin standa þrátt fyrir að skýrsla Landlæknisembættisins frá því í sumar sýni skort á aðgengi að taugalæknum og að biðtími sjúklinga eftir taugalækni er óviðunandi. Sjúkratryggingar telja að ákvörðunin sé á skjön við lög og reglur og að kostnaðurinn við þessa þjónustu sé innan fjárheimilda. Stjórn Parkinsonsamtakanna skorar á heilbrigðisráðherra að endurskoða þessa ákvörðun.

Hér er hægt að sjá færsluna á Facebook síðu Parkinsonsamtakanna. Við hvetjum alla til að sýna málefninu stuðning og deila færslunni á Facebook.

RÚV: Ríkið brjóti á lögbundnum rétti taugasjúklinga

RÚV: Taugalæknir opnaði stofu í dag