Línudansnámskeið hefst 13. janúar 2020

Parkinsonsamtökin verða með línudansnámskeið í samstarfi við Dans og Jóga – Hjartastöð. Dans hefur gríðarlega góð áhrif á parkinsoneinkenni og línudans er mjög skemmtilegur, það geta allir verið með og engin þörf fyrir dansfélaga í línudansi.

Frábært námskeið fyrir alla sem langar að læra grunnsporin í línudansi og æfa nokkra skemmtilega dansa. Jói mun sjá um kennsluna sem fer fram á mánudögum kl. 13 hjá Dans og Jóga – Hjartastöð, Skútuvogi 13a.

Námskeiðið hefst mánudaginn 13. janúar og verður kennt vikulega í 8 vikur. Verðið er aðeins 9.900 kr. fyrir félagsmenn en 16.900 kr. fyrir aðra. Þeir sem vilja geta skráð sig í Parkinsonsamtökin og fengið námskeiðið niðurgreitt eftir að félagsgjöld hafa verið greidd.

Athugið að það þarf lágmark 10 þátttakendur.

Skráning á námskeið: