fbpx

Línudansnámskeið hefst 13. janúar 2020

Parkinsonsamtökin verða með línudansnámskeið í samstarfi við Dans og Jóga – Hjartastöð. Dans hefur gríðarlega góð áhrif á parkinsoneinkenni og línudans er mjög skemmtilegur, það geta allir verið með og engin þörf fyrir dansfélaga í línudansi.

Frábært námskeið fyrir alla sem langar að læra grunnsporin í línudansi og æfa nokkra skemmtilega dansa. Jói mun sjá um kennsluna sem fer fram á mánudögum kl. 13 hjá Dans og Jóga – Hjartastöð, Skútuvogi 13a.

Námskeiðið hefst mánudaginn 13. janúar og verður kennt vikulega í 8 vikur. Verðið er aðeins 9.900 kr. fyrir félagsmenn en 16.900 kr. fyrir aðra. Þeir sem vilja geta skráð sig í Parkinsonsamtökin og fengið námskeiðið niðurgreitt eftir að félagsgjöld hafa verið greidd.

Athugið að það þarf lágmark 10 þátttakendur.

Skráning á námskeið:

Iðjuþjálfun á netinu mánudaginn 25. maí

Mánudaginn 25. maí kl. 16:30 verður iðjuþjálfun á netinu. Guðrún Jóhanna iðjuþjálfi verður með góðar æfingar og ráðleggingar. Athugið að þetta er síðasti tíminn fyrir sumarfrí. Iðjuþjálfun á netinu fer fram á ZOOM: https://zoom.us/j/107141114Meeting ID: 107 141 114 Þeir sem vilja

Lesa meira »

Út að ganga fimmtudaginn 21 maí

Fimmtudaginn 21. maí kl. 10 ætlum við að fara út að ganga eða hjóla. Við ætlum ekki að hittast heldur ganga eða hjóla hvert á sínum stað. Verkefnið er hvatning til útveru og hreyfingar og það er gaman þegar þátttakendur

Lesa meira »

Iðjuþjálfun á netinu mánudaginn 18. maí

Mánudaginn 18. maí verður iðjuþjálfun á netinu kl. 16:30. Guðrún Jóhanna iðjuþjálfi er með sérhæfðar æfingar fyrir fólk með parkinson ásamt góðum ráðleggingum. Iðjuþjálfun á netinu fer fram á ZOOM: https://zoom.us/j/107141114Meeting ID: 107 141 114 Þeir sem vilja persónulega ráðgjöf frá

Lesa meira »