Aflýst – Jólastundin á Nauthól 3. desember 2021

Uppfært 22. nóvember:

Kæru vinir. Jólastundinni hefur verið aflýst vegna Covid. Við bíðum eftir góðu tækifæri til að halda skemmtilegan viðburð þegar smittölur fara lækkandi og sólin fer hækkandi. Njótið jólahátíðarinnar, við hlökkum til að sjá ykkur á nýju ári.

—–

Jólastund Parkinsonsamtakanan verður haldin á Kaffi Nauthól föstudaginn 3. desember kl. 12 á hádegi.

Um leið höldum við upp á afmæli Parkinsonsamtakanna sem voru stofnuð fyrir 38 árum síðan, þann 3. desember 1983.

Boðið verður upp á hangikjöt með tilheyrandi meðlæti, ris ala mande í eftirrétt og kaffi.

Veislustjóri: Freyr Eyjólfsson. Verð: 5.400 kr.