Jólagleði PAN (Parkinsonfélag Akureyrar og nágrennis)

Jólagleði PAN verður sunnudaginn 27. nóvember 2016 kl. 17.00 í Lions-salnum Skipagötu 14, 4. hæð (á sama stað og árið 2015). Boðið verður upp á hinn frábæra jólamatseðil Bautans.
Reynir Schiöth leikur jólalög á píanó og Jónas Þór Jónsson tenór syngur nokkur falleg lög við undirleik Reynis og fleira verður til skemmtunar.

Vinsamlega skráið ykkur sem allra fyrst (fjölda) eða í síðasta lagi mánudaginn 21. nóvember á netföngin kiddi.gunn@simnet.is eða ej@est.is. Einnig má hringja í Kristján 848-2821, Eirík 860-4950 eða Óskar 893-6257. PAN-fólk er hvatt til að koma, taka með gesti og borða góðan mat í góðum félagsskap.

Verð aðeins 3.000 kr. á mann fyrir PAN félaga.