Jógaflæði – Nýtt námskeið hefst 13. apríl

Í mjúku jógaflæði er lögð áhersla á rólegar æfingar og góðar teygjur, jafnvægisæfingar ásamt einföldum hugleiðslum og öndunaræfingum.
 
Mjúkt jógaflæði getur aukið hreyfigetu, liðleika og jafnvægi og hentar flestum og það þarf ekki að hafa neina reynslu af jóga eða hugleiðslu. Tímarnir eru 60 mín og enda á góðri slökun.
 
4 vikna námskeið hefst 13. apríl. Tímanrnir eru á miðvikudögum kl. 10:30-11:30 og fara fram í Auga, jógasal á 4. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó, Suðurgötu 41 í Hafnarfirði. Verð: 4.000 kr. fyrir félagsfólk í Parkinsonsamtökunum.
 
Kennari er Iris Eiríks eigandi Yogahússins, menntaður jógakennari, nuddari og flotþerapisti með áralanga reynslu.
 

Viðburðir framundan

31maí

Karlakaffi

13:00 - 14:00
Lífsgæðasetur í St. Jó
01jún

Jógaflæði

10:30 - 11:30
Lífsgæðasetur St. Jó
07jún

Konukaffi

13:00 - 14:00
Lífsgæðasetur í St. Jó
No event found!
TAKTUR SJÚKRAÞJÁLFUN - BIÐLISTI
FUGLAR HUGANS Í SÝNDARVERULEIKA