Iðjuþjálfun í Setrinu

Einu sinn í mánuði, á föstudögum, mun Erica iðjuþjálfi koma til okkar í Setrið, Hátúni 10 og vera með handaæfingar og veita ráðgjöf varðandi hjálpartæki. Erica er mörgum kunn en hún hefur séð um hópþjálfun fyrir einstaklinga með Parkinson á Reykjalundi. Frábært tækifæri fyrir þá sem hafa ekki farið á Reykjalund að læra æfingarnar og gott fyrir þá sem hafa farið á Reykjalundi að rifja æfingarnar upp. Erica er tilbúin að svara fyrirspurnum og leiðbeina varðandi æfingarnar og veita ráðgjöf varðandi val á hjálpartækjum.

Alla viðburði, þar á meðal iðjuþjálfunin má finna sjá hér.