Iðjuþjálfun í Setrinu

Erica iðjuþjálfi verður með æfingar í Setrinu, einu sinni í mánuði á föstudögum. Erica verður með algeng stuðningstæki til sýnis, getur leiðbeint með val á þeim og sótt um nauðsynleg stuðningstæki til Sjúkratrygginga. Má þar til dæmis nefna snúningslak, snúnigsdisk fyrir bílsæti og sokkaífæru. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Ekki þarf að skrá sig – bara mæta.

Hægt er að sjá hvaða föstudaga Erica verður í Setrinu hér.