Í sambúð með parkinson – fræðslufundur á Akureyri

Í sambúð með parkinson var yfirskrift fyrirlesturs Einars Gylfa Jónssonar, sálfræðings og aðstandanda, sem hann flutti á fræðslufundi Parkinsonfélags Akureyrar og nágrennis laugardaginn 27. janúar.

Einar fór yfir áfallið við það að greinast og mikilvægi þess að velja sér uppbyggileg viðhorf til lífsins. Lifa í núinu og hlúa að sjálfum sér.

Um fjörutíu manns sóttu fundinn sem stóð í tvo tíma.  Einari Gylfa eru sendar kærar þakkir fyrir einstaklega skemmtilegt og fræðandi erindi.