Hópþjálfun hjá Styrk hefst aftur 16. janúar

Hópþjálfun fyrir fólk með parkinsonsveiki hefst aftur þriðjudaginn 16. janúar hjá Styrk sjúkraþjálfun með sama sniði og verið hefur á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 15:30. Það var mikil ásókn í hópþjálfunina í fyrra og þess vegna hefur verið bætt við öðrum hóp á sömu dögum kl. 16:30 en sú tímasetning gæti hentað þeim sem eru á vinnumarkaði betur. Uppbyggingin í tímunum er sú sama en eini munurinn er sá að seinni hópurinn er einnig opinn fyrir einstaklinga sem ekki eru með parkinsonsveiki. Þjálfari hópsins er Sigurður Sölvi Svavarsson sjúkraþjálfari en hann hefur sérhæft sig í þjálfun fólks með parkinsonsveiki og notar m.a. PWR! Parkinson Wellness Recovery æfingarkerfið í tímunum.

Nánari upplýsingar og skráning er hjá Styrk sjúkraþjálfun í s. 587-7750.