Gönguhópur Takts
Gönguhópur Takts er fyrir fólk með parkinson og aðstandendur þeirra. Hittumst við Lífsgæðasetur St. Jó í Hafnarfirði, bakdyramegin við Hringbraut. Gangan hefst kl. 12 og gengið í um það bil 30 mínútur um Hafnarfjörð. Magnús Þorkelsson leiðir hópinn um fjörðinn fagra. Möguleiki er að fara lengri og styttri leið eftir því sem hentar best.
Hvetjum alla til að mæta, vinir og vandamenn velkomnir í hressandi labb. Munum að klæða okkur eftir veðri.