Gjöf til minningar um Kristmund Guðmundsson

Parkinsonsamtökin fengu góða gesti á dögunum þegar Salvör Ragnarsdóttir kom ásamt dætrum sínum og færðu Parkinsonsamtökunum 500.000 krónur í tilefni 90 ára ártíðar eiginmanns Salvarar, Kristmundar Guðmundssonar frá Akranesi f. 7. september 1928 – d. 19. október 2010. Parkinsonsamtökin færa fjölskyldunni innilegar þakkir fyrir þessa rausnarlegu gjöf sem verður notuð til uppbyggingar Parkinsonseturs.