Fræðslufundur, mánudaginn 15. janúar

Mánudaginn 15. janúar kl. 16:30 verður fræðslufundur hjá Parkinsonsamtökunum í Setrinu, Hátúni 10. Gestur fundarins verður Ingunn Ingimars en hún ætlar að kynna Memaxi sem er forrit fyrir spjaldtölvur og snjallsíma sem virkar eins og dagbók og sýnir viðburði í dag, á morgun og næstu viku, auðveldar samskipti innan fjölskyldunnar, birtir minnisatriði, býður upp á skjásímtöl með hljóði og mynd og auðveldar fólki að búa sjálfstætt.

Fundurinn er ókeypis og opinn öllum. Boðið verður upp á kaffi og með því.